Government Offices of Iceland

01/20/2026 | Press release | Distributed by Public on 01/20/2026 11:21

Áform um innleiðingu á kolefnisjöfnunarkerfi á landamærum til kynningar í Samráðsgátt (CBAM)

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda áform um lagafrumvarp sem kveður á um kolefnisjöfnunarkerfi á landamærum , svonefnt CBAM kerfi (e. Carbon Border Adjustment Mechanism).

Frumvarpið sem áform eru nú kynnt fyrir er ætlað að verða mikilvægur þáttur í að draga úr kolefnisleka og fylgja eftir þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma með því stigu við loftslagsbreytingum. Aðlögunarkerfið nær yfir innflutning inn á tollasvæði Evrópusambandsins á vörum með hátt kolefnisfótspor sem einnig eru á kolefnislekalista ESB; ál, stál og járn, sement, vetni, rafmagn og áburð. Markmiðið með kerfinu er að efla samkeppnishæfni vara sem bera lágt kolefnisfótspor, en það á m.a. við um vörur sem framleiddar eru af starfsemi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfið). Virkni kerfisins er á þann veg að innflutningsaðilar sem flytja inn 50 tonn eða meira af CBAM-skyldum vörum sækja um stöðu CBAM tilkynnenda til lögbærs stjórnvalds. Viðskipti fara fram með CBAM vottorðum þar sem hvert vottorð samræmist einu tonni af koldíoxíði. Verðið endurspeglast á meðalverði ETS-eininga á undangenginni viku hverju sinni.

Frumvarpið felur í sér innleiðingu reglugerðar (ESB) 2023/956 í landsrétt.

Athygli er vakin á því að umsagnarfrestur vegna áformanna er til 27. janúar nk.

Áform um frumvarp til laga um aðlögunarkerfi við landamæri vegna kolefnis (EES-innleiðing, CBAM)

Government Offices of Iceland published this content on January 20, 2026, and is solely responsible for the information contained herein. Distributed via Public Technologies (PUBT), unedited and unaltered, on January 20, 2026 at 17:21 UTC. If you believe the information included in the content is inaccurate or outdated and requires editing or removal, please contact us at [email protected]