Government Offices of Iceland

05/03/2025 | Press release | Distributed by Public on 05/03/2025 03:26

Fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Mongólíu til Íslands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók í gær á móti Battsetseg Batmunkh, sem er fyrsti utanríkisráðherra Mongólíu til að heimsækja Ísland síðan ríkin tóku upp stjórnmálasamband fyrir fimmtíu árum. Ráðherrarnir undirrituðu við þetta tækifæri viljayfirlýsingu um nánara pólitískt samráð.

Á fundi ráðherranna ræddu þær sömuleiðis um aðra mögulega samstarfsfleti ríkjanna, m.a. á sviði jafnréttismála sem mongólski ráðherrann hefur látið sig miklu varða.

Ísland og Mongólía hafa um árabil unnið saman á sviði landgræðslu og hafa nemendur frá Mongólíu stundað nám við Landgræðsluskóla GRÓ. Ráðherrann heimsótti einmitt skólann í dag, ræddi þar við mongólska nemendur sem þar stunda nám nú um stundir og kynnti sér einnig starfsemi jafnréttis- og jarðhitaskóla GRÓ.

Batmunkh átti auk þess fund með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum og hitti Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, og Pawel Bartoszek, formann utanríkismálanefndar Alþingis, á meðan dvöl hennar á Íslandi stóð.

Government Offices of Iceland published this content on May 03, 2025, and is solely responsible for the information contained herein. Distributed via Public Technologies (PUBT), unedited and unaltered, on May 03, 2025 at 09:26 UTC. If you believe the information included in the content is inaccurate or outdated and requires editing or removal, please contact us at support@pubt.io