The President of Iceland

10/14/2024 | Press release | Distributed by Public on 10/14/2024 14:25

Fundir með formönnum

Fréttir|14. okt. 2024

Fundir með formönnum

Forseti á fundi með formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Á fundunum var rædd tillaga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins um þingrof og kosningar í lok nóvember. Forsætisráðherra lagði tillöguna fyrir forseta á fundi á Bessastöðum í morgun. Í kjölfarið boðaði forseti formenn flokka í stjórnarandstöðu til funda á skrifstofu forseta að Staðastað. Að þeim fundum loknum ræddi forseti aftur við formenn hinna stjórnmálaflokkanna sem aðild eiga að ríkisstjórn, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, en áður hafði forseti rætt við formennina á sunnudagskvöld eftir að forsætisráðherra tilkynnti fyrst um ákvörðun sína.

Forseti hyggst nú leggja mat á stöðu mála áður en hún tekur afstöðu til tillögu forsætisráðherra. Forseti mun gera grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni.

Sjá einnig: Tillaga um þingrof

Deila