Reykjavik University

12/27/2024 | Press release | Distributed by Public on 12/27/2024 16:07

Gervigreindardagurinn haldinn í Opna háskólanum í HR

27. desember 2024

Gervigreindardagurinn haldinn í Opna háskólanum í HR

Þann 17. janúar næstkomandi fer Gervigreindardagurinn fram í HR. Um morguninn verður haldin ráðstefna á vegum Opna háskólans en eftir hádegi verður opin gervigreindarhátíð í boði CADIA, gervigreindarseturs HR.

Dagskrá ráðstefnunnar verður fjölbreytt og munu innlendir jafnt sem erlendir fyrirlesarar stíga í pontu. Auk þess verða haldnar pallborðsumræður þar sem fjallað verður um hraða þróun á sviði hagnýtrar gervigreindar. Meðal viðfangsefna á ráðstefnunni eru; Ábyrg þróun gervigreindar, Mögulegt ofmat á framleiðni gervigreindar, Reglugerðir og gervigreind og Ásættanleg áhætta í notkun gervigreindar.


Ingunn S Unnsteinsd. Kristensen, forstöðukona Opna háskólans, segir tvenns konar áhættu fylgja gervigreind og þeim fylgi vissar áskoranir.

Annars vegar þarf að standa vörð um félagsleg og mannleg réttindi s.s. persónuvernd, sanngirni og samfélagslegt traust. Hins vegar gæti of mikil varfærni leitt til þess að tækifæri til að nýta möguleika gervigreindar á sviði heilbrigðisvísinda og víðar tapist. Slíkt gæti einnig orðið til þess að hæfileikaríkir nemendur og nýsköpunaraðilar yfirgefi Evrópu í leit að svæðum eins og Bandaríkjunum þar sem reglusetning er minna íþyngjandi og opnari fyrir hraðari nýsköpun.

Jafnvægislistin milli þess að vernda réttindi og efla nýsköpun sé meginþema ráðstefnunnar og það hvernig megi tryggja ábyrga og áhrifaríka þróun gervigreindar. Eru því öll sem hafa áhuga á gervigreind hvött til að láta sig þessa ráðstefnu varða.

F

"

///

Reykjavik University's Opni Háskólinn, along with CADIA - Center for Analysis and Design of Intelligent Agents, EDIH - European Digital Innovation Hubs Network, and IIIM - Icelandic Institute for Intelligent Machines, is collaborating to present "AI & Society: Bridging Innovation and Responsibility" and the Reykjavik AI Festival.

The conference presents a unique opportunity for professionals from business, technology, public services, and administration to engage with experts on rapid advancements in artificial intelligence. It will address global developments while focusing on the opportunities and risks smaller countries and language communities face.

Ingunn S Unnsteinsd. Kristensen, director of the Open University, says certain risks and challenges are associated with artificial intelligence.

On the one hand, social and human rights must be safeguarded, such as data protection, fairness and social trust. However, too much caution could lead to the loss of opportunities to exploit the potential of AI in the field of health sciences and beyond. It could also lead talented students and innovators to leave Europe in search of regions such as the United States where regulation is less burdensome and more open to faster innovation.

Dagsetning
27. desember 2024
Deila

Nýjustu fréttirnar

Sjá allar fréttir