Nyi Landsbanki Islands hf.

11/08/2024 | Press release | Distributed by Public on 11/08/2024 06:14

Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!

Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.

Í appinu getur spjallmenni bankans, Ellí, vísað fólki beint inn á rétta staði í appinu eða viðeigandi síður á vef bankans. Ellí getur svarað langflestum almennum fyrirspurnum en hún byggir á gagnagrunni með um 2.000 svörum frá sérfræðingum bankans og fjölgar svörunum jafnt og þétt.

Meðal annarra nýjunga í appinu sem hafa bæst við á síðustu mánuðum eru:

  • Millifæra Aukakrónurnar sínar yfir á annan Aukakrónukorthafa.
  • Sækja um viðbótar- og skyldulífeyrissparnað og fá ítarleg yfirlit yfir lífeyrisgreiðslur og -réttindi.
  • Taka íbúðalán og endurfjármagna með einföldum hætti.
  • Nýskráning í viðskipti hefur verið einfölduð enn frekar.
  • Komið er innhólf í appið þar sem birtast tilkynningar og upplýsingar frá bankanum.
  • Nýir stillingarmöguleikar sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum.
  • Fljótlega mun staðfesting á netgreiðslum fara fram í Landsbankaappinu og um leið verður hætt að nota rafræn skilríki í þeim tilgangi.
  • Kortakvittanir munu fljótlega skila sér beint í bókhaldið hjá fyrirtækjum.

Notkun á appinu sífellt að aukast

Yfir 144 þúsund manns nota Landsbankaappið í hverjum mánuði og í hverjum mánuði eru 3,5 milljónir innskráninga í appið. Notkun á appinu hefur aukist um 13% það sem af er ári.

Frá því spjallmennið Ellí var kynnt til sögunnar í febrúar 2024 hefur hún svarað um 250.000 skilaboðum og spurningum frá viðskiptavinum. Í 87,5% tilfella eru viðskiptavinir ánægðir með svörin og gefa Ellí þumallinn upp!