Government Offices of Iceland

10/08/2024 | Press release | Distributed by Public on 10/08/2024 08:46

Könnun SÞ á stafrænni opinberri þjónustu: Ísland áfram í 5. sæti

Ísland heldur fimmta sætinu í könnun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á stafrænni opinberri þjónustu og innviðum. Stigagjöf Íslands hefur þó hækkað frá síðustu könnun.

Í úttekt SÞ er er skoðað hversu vel ríkin standa að stafrænni þjónustu og er horft til þriggja þátta:

  • Stafræn þjónusta
  • Fjarskiptainnviðir
  • Mannauður og hæfni

Úttektinni er ætlað að gera kleift að bera saman hvernig þjóðir standa að notendavænni stafrænni þjónustu, stafrænum innviðum og hæfni og hversu vel ríkin nýta upplýsingatækni til að gera þjónustu aðgengilega fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Könnunina má því nota til þess að draga lærdóm af því sem vel er gert og hafa þannig áhrif á stefnumótun í stafrænni þjónustu.

Neðangreind tafla lýsir þeim þáttum sem mældir eru:

Mælikvarði

Þættir

Undirþættir

E-Government Development Index (EGDI)

Stafræn þjónusta

Stofnanaskipulag

Þjónustuveiting

Framsetning stafræns efnis

Tækni

Stafræn þátttaka

Fjarskiptainnviðir

Internet notendur

Farsímaáskriftir

Áskrifendur háhraðatenginga

Fjárhagslegur viðráðanleiki háhraðatenginga

Mannauður og hæfni

Lestrargeta fullorðinna

Innritunarhlutfall

Vænt ár af skólagöngu

Fjöldi ára af skólagöngu

Stafræn lestrarhæfni


Könnunin er framkvæmd á tveggja ára fresti og hefur staða Íslands styrkst á síðustu árum í samanburðinum.

Þau fjögur lönd sem skora hæst á undan Íslandi í samanburðinum eru Danmörk, Eistland, Singapúr og S-Kórea.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra:

"Fjárfesting íslenskra stjórnvalda í stafrænni þjónustu, ekki síst fyrir tilstilli verkefnastofunnar um Stafrænt Ísland og Ísland.is, ber sýnilegan árangur. Niðurstöður samanburðarkönnunar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna eru skýrt merki um það."

Niðurstöður annarrar könnunar í Evrópu, EU eGov Benchmark, gefa sömu vísbendingar, en þar situr Ísland í 4. sæti skv. síðustu niðurstöðu.

Nánari upplýsingar: