The President of Iceland

01/11/2025 | Press release | Archived content

Klúbbur matreiðslumeistara

Fréttir | 11. jan. 2025

Klúbbur matreiðslumeistara

Forsetahjón eru heiðursgestir á hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara sem fram fer í Hörpu í Reykjavík, þar sem forseti flytur ávarp. Hátíðarkvöldverðurinn er aðalfjáröflun klúbbsins, þar sem fremstu matreiðslumenn landsins taka höndum saman og framreiða margrétta hátíðarmatseðil.

Allur ágóði kvöldsins rennur til starfsemi Klúbbs matreiðslumeistara, með því markmiði að efla íslenska matargerðarlist og styðja við framgang klúbbfélaga bæði hérlendsi og erlendis með rekstri Kokkalandsliðsins og keppninnar um kokk ársins.

Sú hefð hefur skapast á liðnum árum að forseti Íslands sitji hátíðarkvöldverðinn sem heiðursgestur og flytji þar ávarp.

Deila