Government Offices of Iceland

01/12/2026 | Press release | Distributed by Public on 01/12/2026 07:20

Norræna ráðherranefndin auglýsir útboð á skýrslu á sviði byggða- og skipulagsmála

Norræna ráðherranefndin um byggða- og skipulagsmál (MR-R) hefur auglýst útboð um að gera samanburðarskýrslu um hlutverk skipulagskerfa Norðurlandanna við að laða að og halda í stór og stefnumótandi framleiðslufyrirtæki (e. The role of the Nordic planning systems in attracting and retaining large and strategic manufacturing companies).

Verkefnið tengist stefnumótun á sviði byggðamála, skipulags og svæðisbundinnar samkeppnishæfni og er hluti af forgangsverkefnum danskrar og færeyskrar formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2026. Markmið skýrslunnar er m.a. að styrkja þekkingargrunn fyrir stefnumótun sem styður við sjálfbæra byggðaþróun og efnahagslega seiglu á Norðurlöndum. Verkefnið byggir á umræðu um samkeppnishæfni Norðurlanda og Evrópu, meðal annars í ljósi nýlegrar skýrslu Mario Draghi um samkeppnishæfni ESB.

Útboðið er auglýst í Mercell-útboðskerfinu og er öllum áhugasömum aðilum á Norðurlöndum og víðar heimilt að taka þátt. Frestur til að skila tilboðum er 6. febrúar 2026 kl. 12.

Government Offices of Iceland published this content on January 12, 2026, and is solely responsible for the information contained herein. Distributed via Public Technologies (PUBT), unedited and unaltered, on January 12, 2026 at 13:20 UTC. If you believe the information included in the content is inaccurate or outdated and requires editing or removal, please contact us at [email protected]