01/26/2026 | Press release | Distributed by Public on 01/26/2026 05:26
Ísland hefur ásamt 13 öðrum ríkjum birt opið bréf til alþjóðlega siglingasamfélagsins. Tilgangur bréfsins er að vekja athygli á ógn við öryggi siglinga í Eystrasalti og Norðursjó vegna aukinna truflana á GNSS-leiðsögukerfum (Global Navigation Satellite Systems), falsana í sjálfvirku auðkenniskerfi skipa (AIS, Automatic Identification System) og siglinga undirmálsskipa sem þekkjast sem skuggafloti.
Bréfið er birt til að bregðast við þessari öryggisógn en í því er vakin athygli á ástandinu og kallað eftir samvinnu til að tryggja óheftar og öruggar siglingar. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að skip uppfylli kröfur Alþjóðasiglingamálstofnunarinnar (International Maritime Organisation) og skyldum fánaríkja því tengt.
Bréfið er undirritað af innviðaráðherra fyrir hönd Íslands, ásamt siglingamálaráðherrum Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Hollands, Lettlands, Litháen, Noregs, Póllands, Svíþjóðar og Þýskalands.