04/11/2025 | Press release | Distributed by Public on 04/11/2025 03:49
Þrír síðustu fundir af sjö í fundaröð atvinnuvegaráðherra og bændasamtakanna voru haldnir 9. apríl sl. í félagsheimilinu Hlíðarbæ við Akureyri, félagsheimilinu á Blönduósi og á hótel Hamri í Borgarnesi.
Troðið var út úr dyrum á fundinum sem haldinn var á hótel Hamri í Borgarnesi.
Líkt og í öðrum landshlutum var fundarsókn með besta móti en samtals mættu tæplega sjö hundruð gestir á fundina dagana 7.-9. apríl.
"Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að hitta bændur víðsvegar um landið og fræðast um það sem á þeim brennur" segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. "Afkoma bænda er þar skiljanlega ofarlega á blaði auk fjölmargra annara atriða, sem snerta bæði tækifæri og áskoranir í greininni.
Tæplega 700 gestir mættu á fundaröð atvinnuvegaráðherra og Bændasamtakanna, "Frá áskorunum til lausna".
Að þessari fundaröð lokinni tekur nú við vinna innan ráðuneytisins við að vinna úr því sem fram kom í samráði við Bændasamtökin og fleiri hagaðila. Hluti þeirrrar vinnu verða rafrænir umræðuhópar sem myndaðir verða af bændum. Fundargestum bauðst að skrá sig til þátttöku í hópavinnunni, samtals óskuðu um 240 manns eftir að taka þátt í þeirri vinnu.
Í framhaldinu verða mótaðar tillögur að aðgerðum til að efla nýsköpun í landbúnaði, auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og draga úr orkukostnaði garðyrkjubænda líkt og fram kemur í stefnuyfirýsingu ríkistjórnarinnar. Einnig er stefnt að því að breyta jarðalögum til að vinna gegn samþjöppun og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar.
Fundir í Reykjavík og á Vestfjörðum verða auglýstir síðar.
Fundurinn í félagsheimilinu á Blönduósi var þéttsetinn.
Eyfirðingar og nærsveitamenn fylltu salinn í félagsheimilinu Hlíðarbæ við Akureyri.