Government Offices of Iceland

01/11/2026 | Press release | Distributed by Public on 01/11/2026 10:47

Inga Sæland nýr mennta- og barnamálaráðherra

Inga Sæland tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra í dag af Guðmundi Inga Kristinssyni, sem hefur beðist lausnar vegna veikinda. Er það í fyrsta sinn sem formaður stjórnmálaflokks í ríkisstjórn verður nýr menntamálaráðherra frá stofnun ráðuneytis menntamála.

Rikisstjórnin boðaði í stefnuyfirlýsingu sinni sókn í menntamálum og að bæta umhverfi nemenda og kennara, með áherslu á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum. Styðja þurfi skólakerfið til að mæta áskorunum, tryggja inngildingu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og snemmtæka íhlutun fyrir börn með fjölþættan vanda. Þá er kveðið á um jafnt aðgengi allra barna að íþróttum, listum og frístundastarfi og innleiðingu samræmdra reglna um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla í skólum.

Ingu til aðstoðar eru Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson.

Inga Sæland hefur gegnt embætti félags- og húsnæðismálaráðherra frá 22. desember 2024. Hún er fædd í Ólafsfirði árið 1959. Hún lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og nam stjórnmálafræði í skólanum frá 2003-2006. Inga stofnaði Flokk fólksins árið 2016 og hefur verið formaður hans frá stofnun. Hún hefur verið þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2017 og setið í fjölmörgum nefndum á Alþingi.

Government Offices of Iceland published this content on January 11, 2026, and is solely responsible for the information contained herein. Distributed via Public Technologies (PUBT), unedited and unaltered, on January 11, 2026 at 16:48 UTC. If you believe the information included in the content is inaccurate or outdated and requires editing or removal, please contact us at [email protected]